Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hafnar við Súluhöfða í Mosfellsbæ

Framkvæmdir hafnar við Súluhöfða í Mosfellsbæ

483
0
Mynd: Mosfellingur.is

Hafnar eru framkvæmdir við gatnagerð við Súluhöfða 32–57.

<>

Um er að ræða nýja íbúðagötu milli núverandi neðsta botnlanga götunnar og golfvallarins við Leirvoginn.

Gamli golfskálinn mun víkja á næstunni auk æfingaaðstöðu.
Samhliða gatnagerð er unnið að endurnýjun þrýstilagnar frá skólpstöðinni í Leirvogi.

Reisa á 19 einbýlishús í þessari viðbót við Súluhöfðann.

Heimild: Mosfellingur.is