Home Fréttir Í fréttum Miklabraut í stokk um 2026

Miklabraut í stokk um 2026

261
0
Mynd: VSÓ

Gera má ráð fyrir því að Miklabraut verði sett í stokk árið 2026. Búið er að forhanna stokkinn. Á málþingi Reykjavíkurborgar um samgöngur og borgarhönnun í gær voru kynntar hugmyndir um þróun Kringlusvæðisins með Miklubraut í stokk.

<>

Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, kynnti stöðuna á verkefninu.

„Staðan er sú að það er búið að forhanna þennan stokk og skoða hvernig mannvirkið getur litið út út frá þeim reglum og þeim stöðlum sem eru notuð til vegaframkvæmda á Íslandi í dag,“ segir Samúel.

Framkvæmdin felst í einföldu máli í því að flytja umferðina á Miklubraut í jarðgöng. Samhliða á að fjölga íbúðum á svæðinu. Framkvæmdin sjálf tekur tvö til þrjú ár en undirbúningstíminn er eitt og hálft til tvö ár.

Undirbúningur er ekki formlega hafinn en væntingar eru til þess að hann geti hafist fljótlega. Áætlaður heildarkostnaður er um tuttugu milljarðar króna.

„Það er ekki komin föst tímasetning á verkefnið en í samgönguáætlun er þó búið að eyrnamerkja fjármagn til verkefnisins frá 2022,“ segir Samúel. Segir hann að væntingar séu til þess að verkefninu verði þá lokið fjórum árum seinna.

Heimild: Ruv.is