Home Fréttir Í fréttum Mannvit hagnaðist um 146 milljónir króna

Mannvit hagnaðist um 146 milljónir króna

82
0

Ársskýrsla Mannvits fyrir árið 2014 er komin út. Líkt og seinustu ár er ársskýrslan eingöngu gefin út á netinu. Skýrslan fjallar meðal annars um markaðshorfur, breytingar sem orðið hafa í rekstri félagsins og hvernig brugðist hefur verið við þróun innanlandsmarkaðar. Mannvit hefur meðal annars tekið ríkari þátt en áður í verkefnaþróun og lagt aukna áherslu á erlenda markaði til að draga úr sveiflum í rekstri. „Í dag er um þriðjungur af veltu fyrirtækisins í útlöndum og er það mikil aukning ef horft er tvö til þrjú ár aftur í tímann“segir í ávarpi Jóns Más Halldórssonar stjórnarformanns.  Sigurhjörtur Sigfússon, sem tók við af Eyjólfi Árna sem forstjóri í lok árs, segir að félagið sjái vaxtabrodda erlendis jafnt sem heima fyrir, en í dag rekur Mannvit 16 skrifstofur í sex löndum.

<>

 

Smelltu hér til að opna ársskýrslu Mannvits 2014

 

Verkefnaþróun skilaði árangri

Afkoma félagsins var í samræmi við væntingar. Markviss verkefnasókn og hagræðing skilaði sér í um 700 milljón króna viðsnúning á rekstri og tekjur félagsins jukust um 4 prósent frá fyrra ári í 5,2 milljarða króna. Eyjólfur Árni Rafnsson framkvæmdastjóra iðnaðar, segir að verkefnaþróun félagsins hafi skilað árangri en hún er í eðli sínu langhlaup.

Heimild: Mannvit hf.