Home Fréttir Í fréttum Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla

Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla

309
0
Fossvogsskóli Mynd: Vísir/vilhelm

Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Mannviti sem birt var á vef fyrirtækisins í vikunni.

<>

„Með vísan í fréttaflutning síðustu daga um rakaskemmdir í Fossvogsskóla telur Mannvit rétt að koma á framfæri að skoðun Mannvits var ekki úttekt á húsnæðinu.

Verkbeiðnin sem Mannviti barst frá Reykjavíkurborg var um ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins.

Skoðun og sýnataka var framkvæmd í samræmi við þá verkbeiðni og ábendingar um aðgerðir tóku mið af því,“ segir í yfirlýsingunni.

„Settar voru fram tillögur að fyrstu skrefum í átt að lausn vandans, meðal annars var lagt til að fram færi frekari skoðun á byggingunni, svo sem þakvirki og kjallara. Í framhaldinu var Verkís fengið til að gera úttekt á húsnæðinu.“

Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga hefur leit staðið yfir að húsnæði undir starfsemi Fossvogsskóla síðan mygla fannst í skólanum eftir úttekt Verkíss.

Þá fundust einnig rakaskemmdir í húsnæði að Fannborg 2 í Kópavogi, þar sem áætlað var að Fossvogsskóli tæki til starfa, og var því hætt við að flytja starfsemina þangað. Gert er ráð fyrir að tekin verði ákvörðun um húsnæði undir starfsemi skólans í dag.

Heimild: Visir.is