Veitur ohf. (hér eftir nefndar verkkaupi) óska eftir tilboðum í verkið „VEV-2019-03 Heiðmörk – Þelamörk lagning hitaveitu, rafmagns og fjarskiptalagna“ í samræmi við útboðsgögn þessi.
Verkáfangi 1 – Unnið innan lóða í Þelamörk 47 til 51:
Grafa fyrir og leggja hitaveitulagnir og ídráttarrör fyrir GR og Mílu. Rarik á hlutdeild í skurði og leggur sínar lagnir.
Fylla skal í lagnaskurð yfir sandlag með burðarhæfu fyllingarefni úr uppgreftri.
Verkáfangi 2 – Unnið Þelamerkurmegin og þveranir:
Grafa skal skurð í gangstéttarstæði og leggja hitaveitu ásamt ídráttarrörum fyrir GR og Mílu, Rarik leggur sínar lagnir.
Þvera skal götuna á fjórum stöðum. Gangstétt við innkeyrslu að Þelamörk 46 er hellulögð og skulu hellurnar fjarlægðar og settar á bretti.
Skila skal gangstétt og þverunum malbikuðum. Aldrei skal
vinna meira en eina þverun í einu.
Verkáfangi 3 – Unnið Heiðmerkurmegin:
Grafa fyrir og leggja hitaveitulagnir og ídráttarrör fyrir GR og Mílu. Rarik á hlutdeild í skurði og leggur sínar lagnir.
Við vestari lóðina í Heiðmörk eru nokkur há grenitré og minni birkitré. Um 6 grenitré og 6 birkitré þarf að taka niður og farga.
Fylla skal í lagnaskurð yfir sandlag með burðarhæfu fyllingarefni og yfirborði
skilað með þjappaðri grús.
Verkáfangi 4:
Verklok og frágangur.