Home Fréttir Í fréttum 15.03.2019 Sveitarfélagið Vogar: ” Kirkjugerði – Gatnagerð og lagnir – Endurgerð...

15.03.2019 Sveitarfélagið Vogar: ” Kirkjugerði – Gatnagerð og lagnir – Endurgerð götu ”

279
0

Verkið er fólgið í endurgerð götunnar Kirkjugerði í Vogum sem er íbúðagata í grónu og fullbyggðu hverfi. Um er að ræða; uppúrtekt í götu og fyrir lögnum, fyllingar í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu lagna, tengja lagnir við núverandi lagnir, útlagning jöfnunarlags undir malbik, malbikun, steypa kantstein, helluleggja gangstétt og annað það sem kemur fram á uppdráttum, í verklýsingu og magnskrá.

<>

Helstu magntölur eru u.þ.b:
Uppúrtekt 1400 m³
Fyllingar 1510 m³
Fráveitulagnir 190 m
Vatnslagnir 165 m
Malbik 850 m²
Hellulögn 280 m²
Þökulögn 500 m²

Verklok skulu vera eigi síðar en þremur mánuðum eftir að verk hefst skv. samþykktri verkáætlun, þó aldrei síðar en 30. september 2019.

Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is eða hringja í síma 440 6200 og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í tölvupósti.

Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudeginum 28. febrúar 2019.

Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en föstudaginn 15. mars 2019, kl. 11:00 og verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.