Home Fréttir Í fréttum Samkomulag um byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík

Samkomulag um byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík

129
0
Mynd: Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit munu standa saman að byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík sem áætlað að verði tekið í notkun á vormánuðum ársins 2021.

<>

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings undirrituðu samning þessa efnis í gær.

Nýja hjúkrunarheimilið mun leysa af hólmi dvalar- og hjúkrunarheimilið Hvamm á Húsavík en húsnæðið þess er orðið gamalt og uppfyllir ekki nútímakröfur hvað varðar skipulag og aðbúnað íbúa. Heimilið verður reist á lóð við Skálabrekku 21.

Með tilkomu nýja heimilisins fjölgar hjúkrunarrýmum um sex.
Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er um 2,2 milljarðar króna og mun ríkið greiða 85% kostnaðarins en sveitarfélögin 15%.

Fyrsta verk starfshóps um verkefnið sem í eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins og sveitarfélaganna, verður að vinna áætlunargerð og fullnaðarhönnun hjúkrunarheimilisins í samráði við Framkvæmdasýslu ríkisins.

Miðað er við að verkleg framkvæmd hefjist í byrjun árs 2020 og að taka megi heimilið í notkun á vormánuðum 2021 líkt og áður segir.

Heimild: Stjornarradid.is