Home Fréttir Í fréttum Vilja reisa gróðurhvelfingu við Löngugróf

Vilja reisa gróðurhvelfingu við Löngugróf

180
0
Mynd: Ruv.is

Fjögur þúsund og fimmhundruð fermetra gróðurhvelfing í útjaðri Elliðárdals veltur á fjárfestum.

<>

Formaður Skipulags- og samgönguráðs segir að borgin úthluti bara lóðinni en verkefnið muni hafa jákvæð áhrif á útivist á svæðinu.

Framandi gróður hér á landi hefur að undanförnu vakið umtal, innflutt dönsk strá við braggann og pálmatré í Vogabyggð.

Fjölmennt var á íbúafundi í dag um nýtt deiliskipulag við Stekkjabakka.

Elliðárdalurinn á að skilgreina sem borgargarð og byggja 4.500 fermetra gróðurhvelfingu í útjaðri hans, í Löngugróf.

Hvað áætliði að þetta kosti? „Ég ætla ekki að fara út í þær tölur núna, en þetta eru verðmæt mannvirki.

Við erum ekki alveg með það í hendi ennþá nákvæmlega hvað þetta kostar mikið. “ segir Hjördís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Spors í sandinn, sem sér um verkefnið.

Ég sá á heimasíðunni hjá ykkur að þetta ætti að kosta 780 milljónir, er það rétt?

„Nei. Það er alveg kolrangt, þessar upplýsingar á heimasíðunni eru ekki réttar. Heimasíðan hefur ekki verið uppfærð nýlega.

Við erum að tala við fjárfesta,“ segir Hjördís jafnframt.
Hjördís segir að viðræður við borgina um lóð og tillögur að gróðurhvelfingunni hafi tekið um tvö og hálft ár.

Tillagan hefur fengið nokkra gagnrýni, til að mynda frá íbúum í nágrenni.

„Það hafa verið gerðar breytingar á tillögunni á meðan hún var í vinnslu. Byggingar lækkaðar og allar byggingarheimildir á vestari hluta svæðisins hafa verið teknar út. Einhve

rjir töldu að þarna væru um of mikla uppbyggingu að ræða og um of mikinn fjölda bílastæða,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.

„Þetta er þróunarvinna og það er búið að skissa margar útfærslur af þessu, ég myndi segja fimm eða sex útfærslur.

Ég sótti upphaflega um lóð í Laugardal en því var hafnað,“ segir Hjördís.

„Það var búið að skoða nokkrar staðsetningar eins og þú nefnir. En þetta var valin fýsilegasta staðsetnigin,“ segir Sigurborg jafnframt.

Hver er aðkoma borgarinnar? „Hlutur borgarinnar er varðandi lóðir og lóðavilyrði. Ég held að þetta hafi jákvæð áhrif á útivist á svæðinu. Þetta skipulag sé i í góðri tengingu og spili mjög vel saman,“ bætir Sigurborg við.

Heimild: Ruv.is