Home Fréttir Í fréttum Sprengingar vegna vinnu við Háabakka í Hafnarfjarðarhöfn

Sprengingar vegna vinnu við Háabakka í Hafnarfjarðarhöfn

208
0
Mynd: Hafnarfjörður.is

Framkvæmdir eru hafnar af fullum krafti við byggingu Háabakka í Hafnarfjarðarhöfn, en þessi nýi stálþilsbakki sem verður um 110 metra langur mun liggja milli enda Suðurbakka og Óseyrarbryggju framan við Fornubúðir.

<>

Ráðgert er að þessi bakki verði aðalviðlegustaður rannsóknarskipa Hafrannsóknarstofnunar sem mun flytja starfsemi sína að Suðurhöfninni á síðari hluta þessa árs.

Til undirbúnings fyrir niðurrekstur stálþilsins þarf að sprengja skurð í sjávarbotninn og var fyrsta sprenging í dag. Vænta má að sprengja þurfi í skurðstæðnu 4-5 sinnum í viðbót á næstu tveimur vikum.

Næsta sprenging verður á föstudag 15. febrúar og áframhald í næstu viku. Áður en sprenging fer fram er gefið hljóðmerki í þrígang fólki til viðvörunar. Það er

verktakafyrirtækið Hagtak sem sér um framkvæmdir við Háabakka fyrir Hafnarfjarðarhöfn en ráðgert er að búið verði að reka niður stálþilið í aprílmánuði og frágangur við hafnarbakka og yfirborð að fullu lokið á komandi hausti.

Heimild: Hafnarfjörður.is