Home Fréttir Í fréttum Fjór­ar sek­únd­ur á milli spreng­inga

Fjór­ar sek­únd­ur á milli spreng­inga

240
0
Stromp­ur­inn verður sprengd­ur með fjög­urra sek­úndna milli­bili. Ljós­mynd/​Lúðvík Þor­steins­son

Öll leyfi eru í höfn varðandi niðurrif Sements­stromps­ins á Akra­nesi og því er ekk­ert nema helst veðrið sem stend­ur í vegi fyr­ir fram­kvæmd­inni.

<>

Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri Akra­ness, greindi frá því í sam­tali við mbl.is fyr­ir ára­mót að stromp­ur­inn yrði sprengd­ur í tveim­ur hlut­um á fyrstu sex vik­um þessa árs en ljóst er að fram­kvæmd­in frest­ast um ein­hvern tíma.

Fylgst verður með veður­horf­um og um tveim­ur vik­um eft­ir að und­ir­bún­ing­ur hefst við að bora í stromp­inn og setja í hann sprengi­efni er gert ráð fyr­ir að hann verði felld­ur.

„Það er verið að bíða fær­is í augna­blik­inu,“ seg­ir Sæv­ar Freyr.

Fyrst verður sprengt í 26 til 27 metra hæð og fjór­um sek­únd­um síðar verður hann sprengd­ur niðri við rót. Þetta er gert til að koma í veg fyr­ir að hann falli í átt að íbúa­byggð.

Nokk­ur hús sem eru staðsett al­veg við stromp­inn verða rýmd í ör­ygg­is­skyni.

Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son bæj­ar­stjóri. Mynd: mbl.is/​Sig­urður Bogi

Sér­fræðing­ar frá dönsku verk­fræðifyr­ir­tæki hafa veitt fyr­ir­tæk­inu Work North ráðgjöf við niðurrifið.

Heimild: Mbl.is