Home Fréttir Í fréttum Byggja 800 nýjar íbúðir í Vogum

Byggja 800 nýjar íbúðir í Vogum

501
0

Nýir eigendur hafa í hyggju að ráðast í mikla uppbyggingu á svokölluðu Grænuborgarsvæði í Vogum. Undirbúningur við gatnagerð er þegar hafinn á svæðinu, en áætlað er að verkefnið verði allt að áratug í vinnslu.

<>

Á síðasta ári var ný deiliskipulagstillaga samþykkt fyrir svæðið og í kjölfarið staðfest af Skipulagsstofnun.

Landið að Grænuborg er í eigu félagsins Grænubyggðar ehf. og mun félagið vinna að þróun verkefnisins í samstarfi við verktaka og sveitarfélagið.

Gert er ráð fyrir að Grænabyggð verði um 1500 manna hverfi og er heildarfjöldi íbúða sem áformað er að reisa á landinu um 800. Um er að ræða blandaða byggð, með aðaláherslu á lítil sérbýli. Á vefsíðu Grænubyggðar ehf., sem heldur utan um verkefnið kemur fram að allir innviðir séu þegar til staðar og ráða þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar.

Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni og er áformað að reisa bæði nýjan leik – og grunnskóla í hverfinu á næstu árum samhliða stækkun hverfisins.

Heimild: Sudurnes.net