Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Skrifað undir samning um íþróttahús í Mjódd

Skrifað undir samning um íþróttahús í Mjódd

552
0
Mynd: Reykjavíkurborg

Verksamningur um byggingu fjölnota íþróttahúss og hliðarbyggingu í Suður Mjódd var undirritaður formlega í gær.

<>

Íþróttahúsið verður rúmlega 4.300 fermetrar að stærð og hliðarbyggingin tæpir 1.300 fermentrar.

Í tilkynningu frá borginni kemur fram að áætlaður heildarkostnaður sé 1,2 milljarðar króna.

Í tilkynningu kemur fram að byggingafyrirtækið Munck varð hlutskarpast í alútboði fyrr í vetur um hönnun og framkvæmdir við íþróttahúsið og hliðarbygginguna.

Mynd: Reykjavíkurborg

Íþróttasalurinn í fjölnota íþróttahúsinu er þar sagður á stærð við hálfan knattspyrnuvöll auk þess sem æfingasvæði verði fyrir frjálsar íþróttir í vesturenda hússins.

Tveggja hæða hliðarbygging verður meðfram eystri langhlið salar og er í henni meðal annars gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal, geymslum, tæknirými, salernisaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorfendur og lyftu.

Mynd: Reykjavíkurborg

Íþróttahúsið á að verða fullklárað og rekstrarhæft í ársbyrjun 2020.
Þá kemur fram í tilkynningunni að frjálsíþróttavölur á svæði ÍR í Suður Mjódd verði tekinn í notkun í júlí í sumar.

Búið sé að steypa upp þjónustuhúsi við hliðina. Þá sé einnig gert fyrir byggingu íþróttahúss með parketgólfi og áhorfendasætum, en ekki hafi verið tímasett hvenær þær framkvæmdir hefjist.

Heimild: Ruv.is