Home Fréttir Í fréttum Birta áhugavert myndband frá framkvæmdum við flugstöðina í Keflavík

Birta áhugavert myndband frá framkvæmdum við flugstöðina í Keflavík

211
0

Stækkun mannvirkja á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár hefur vart farið framhjá þeim sem á leið þar um, en uppbyggingin hefur verið með ólíkindum, líkt og fjölgun ferðamanna sem þar fara um.

<>

Isavia hefur birt afar áhugavert myndband á Facebook, sem sýnir framkvæmdir við stækkun suðurbyggingar á Keflavíkurflugvelli á innan við mínútu, en framkvæmdir við stækkunina hófust árið 2014 og byggingin var svo tekin í notkun árið 2015.

Með tilkomu suðurbyggingarinnar bættust við 6 ný hlið sem flytja farþega með rútum að fjarstæðum.

https://www.facebook.com/Isavia.is/videos/2004075873221036/

 

Heimild: Sudurnes.net