Home Fréttir Í fréttum Hart tekist á um úttekt á Fiskiðjuframkvæmd í Vestmannaeyjum

Hart tekist á um úttekt á Fiskiðjuframkvæmd í Vestmannaeyjum

164
0
Heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar er kominn yfir 600 milljónir við Fiskiðjuna. Ljósmynd/TMS / Eyjar.net

Á fundi bæjarstjórnar í vikunni voru til umfjöllunar framkvæmdir við Fiskiðjuhúsið og sú úttekt sem meirihluti bæjarstjórnar ákvað að fara í vegna framúrkeyrslu við verkið.

<>

Þar sakaði minnihlutinn meirihlutann um brot á bæjarmálasamþykkt og þ.a.l. brot á sveitastjórnarlögum.
Ætlast til að góðir stjórnsýsluhættir séu viðhafðir við stjórn bæjarfélagsins.

Í bókun frá bæjarfulltrúum D-lista segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu ósammála því að úttekt hafi verið sett af stað vegna framkvæmda í Fiskiðjunni, án þess að bæjarstjórn hafi fjallað um málið.

Meirihluti bæjarstjórnar með bæjarstjóra í fararbroddi tekur sér það vald að fullnaðarafgreiða mál sem var ekki einróma samþykkt í bæjarráði en slíkt brýtur gegn 30. og 49. grein bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar og þ.a.l. 42. grein sveitastjórnarlaga sem kveður á um framsal sveitarstjórnar á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála.

Harma bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þau vinnubrögð og ætlast til að góðir stjórnsýsluhættir séu viðhafðir við stjórn bæjarfélagsins.

Eðlilegast hefði verið að þeir starfsmenn sem bærinn hefur yfir að ráða, sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á framkvæmdum og reikningshaldi hefðu yfirfarið verkið og gefið skýrslu um það.

Ef sú athugun hefði gefið tilefni til nánari skoðunar, þá væri réttlætanlegt að stofna til kostnaðarsamrar úttektar sem þessa eftir umfjöllun í bæjarstjórn.

Snýst ekki síst um að fá yfirsýn yfir það verklag sem bærinn hefur við slíkar framkvæmdir
Í bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista segir að meirihluti bæjarstjórnar ítreki bókun sína úr bæjarráði. Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög vandi áætlunargerð eins og fremst er kostur.

Úttekt vegna Fiskiðjunar snýst ekki síst um að fá yfirsýn yfir það verklag sem bærinn hefur við slíkar framkvæmdir og hvort hægt sé að bæta það til að koma í veg fyrir miklar framúrkeyrslur.

Heimild: Eyjar.net