Home Fréttir Í fréttum Vilja að ríkið eignist eignist Landssímahúsið við Austurvöll

Vilja að ríkið eignist eignist Landssímahúsið við Austurvöll

247
0
Frá fram­kvæmd­um á Landsímareitn­um. mbl.is/​​Hari

Alþingismennirnir Ólafur Ísleifsson, Ásmundur Friðriksson, Karl Gauti Hjaltason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa flutt þingsályktunartillögu á Alþingi um Landssímahúsið við Austurvöll. Vilja þeir að ríkið eignist húsið.

<>

Náist ekki samningar við núverandi eigendur verð hafinn undirbúning að því að ríkið taki eignarnámi þann hluta byggingarlóðar sem tilheyrir Víkurkirkjugarði.

Markmið tillögunnar er að verja friðhelgi Alþingis og ekki síður helgi Víkurkirkjugarðs eins og fjölmargir hafa kallað eftir, þar á meðal heiðursborgarar Reykjavíkur, eins og segir í kynningu sem fjölmiðlum var send.

Alþingi friðheilagt
Í greinargerð sem fylgir með tillögunni segir að Alþingi sé friðheilagt og að mikil umferð við væntanlegt hótel raski þingfriði:
„Samkvæmt 36. gr. stjórnarskrárinnar er Alþingi friðheilagt og má enginn raska friði né frelsi þess.

Fyrirhugaðar framkvæmdir og starfsemi á Landssímareitnum við Austurvöll, þar sem rísa eiga stórt og mikið hótel og veitingastaðir með tilheyrandi umferð ferðamanna og
hópferðabíla, mega með réttu teljast fela í sér röskun á þingfriði í andstöðu við umrætt ákvæði.“

Kirkjugarður í 1000 ár
Þá er það talið fram til stuðnings tillöguflutningnum að á Landssímareitnum var á tímabili kirkjugarður Reykvíkinga.

„Í grein Helga Þorlákssonar, prófessors emeritus, „Gef dánum ró
en hinum líkn sem lifa“, sem birtist í Fréttablaðinu 14. apríl 2016, segir að upphaf kirkjugarðs Víkurkirkju megi rekja hátt í 1000 ár aftur í tímann og að þar hafi verið jarðað fólk á seinni hluta 19. aldar.“ segir í greinargerðinni.

Þá segir í niðurlagi greinargerðarinnar:
„Flutningsmenn telja einsýnt að sameina verði virðingu við grafreitinn og virðingu við friðhelgi Alþingis með öðrum hætti en að breyta reitnum í ferðamannamiðstöð.

Fyrirhuguðu hóteli sé ofaukið í hjarta höfuðstaðarins og auk grófra helgispjalla sé mikilvægu og sögufrægu svæði fórnað fyrir einkahagsmuni.“

Heimild: BB.is