Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun tilboða: Endurbætur á Hringvegi (1) á Svalbarðsströnd

Opnun tilboða: Endurbætur á Hringvegi (1) á Svalbarðsströnd

357
0
Svalbarðsströnd

Tilboð opnuð 27. maí 2015. Styrking og endurbætur á 1,8 km kafla á Hringvegi (1). Kaflinn hefst um 135 m sunnan við Sveinbjarnargerðisveg (8555) með endastöð um 400 m sunnan við gatnamót Hringvegar og Grenivíkurvegar (83). Í útboðinu felst m.a. breikkun vegar, lenging ræsa, þurrfræsing og lagning tvöfaldrar klæðingar.

<>

Helstu magntölur eru:

Fylling 850 m3
Skering 1.400 m3
Fláafleygar 1.400 m3
Burðarlag 0/22 mm (efni og vinna) 750 m3
Styrktarlag 0/63 mm (efni og vinna) 1.250 m3
Þurrfræsing 13.000 m2
Tvöföld klæðing (vinna) 14.000 m2
Lenging ræsa 10,5 m
Endafrágangur ræsa 5 Stk.
Frágangur fláa 21.000 m2

1. áfangi:  Verktaki skal ljúka breikkun vegar, lengingu ræsa og frágangi fláa eigi síðar en 25. júlí 2015.

2. áfangi:  Verktaki skal vinna við þurrfræsun, afréttingu burðarlags og lagningu tvöfaldrar klæðingar á tímabilinu 10. ágúst – 1. september 2015. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2015.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
G.V. Gröfur ehf., Akureyri 34.419.800 124,8 0
Áætlaður verktakakostnaður 27.575.000 100,0 -6.845

Heimild: Vegagerðin