Home Fréttir Í fréttum Ísafjörður: Óeinangrað fjölnota knattspyrnuhús valið

Ísafjörður: Óeinangrað fjölnota knattspyrnuhús valið

172
0
Líkleg niðurstaða um staðsetningu á Ísafirði. Mynd: BB.is

Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðar að byggt verði óeinangrað hús að stærð 46m x 70m innan byggingareits fyrir fjölnotahús á Torfnesi, einnig að heimilað verði í útboði að gera frávikstilboð með einangruðu húsi.

<>

Sigurður Jón Hreinsson vill að fært sé til bókar, að hann sé ekki sammála því að þessi staðsetning á húsinu sé sú heppilegasta fyrir nýtingu á húsinu og framtíðar nýtingu á svæðinu.

Þetta kom fram á fundi nefndarinnar í gær. Málið fer nú til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Heimild: BB.is