Home Fréttir Í fréttum Tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri fyrir á annan milljarð króna

Tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri fyrir á annan milljarð króna

171
0
Akureyrarbær

Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Akureyrarbær undirbúa nú í sameiningu byggingu á tveimur nýjum heilsugæslustöðvum á Akureyri.

<>

Framkvæmdin mun kosta á annan milljarð króna en núverandi heilsugæslustöð er sögð í ófullnægjandi húsnæði og talið er afar brýnt að byggja nýtt sem allra fyrst. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Starfsemi heilsugæslustöðvar í miðbænum er sögðu fyrir löngu hafa sprent utan af sér húsnæðið.

Í frétt RÚV segir að fyrir fjórum árum hafi verið unnin stefnumótun þar sem niðurstaðan var að núverandi húsnæðið dygði ekki lengur fyrir starfsemina.

Nú er meðal annars verið að skoða hvar í bænum væri best að byggja yfir þessa starfsemi og hvað þyrfti að byggja stórt. Venjan er að sveitarfélög leggi til lóðir fyrir heilsugæslustöðvar en ríkið kosti framkvæmdina.

Heimild: Kaffid.is