Home Fréttir Í fréttum Felldu tillögu um frekari Braggarannsókn

Felldu tillögu um frekari Braggarannsókn

107
0
Marta Guðjónsdóttir lengst til vinstri. Vigdís Hauksdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Kolbrún Baldursdóttir Mynd: Borgarstjórn

Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu til frekari rannsóknar. Tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni.

<>

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greindi frá því á Facebooksíðu sinni í kvöld að hún og flokkssystir hennar, Katrín Atladóttir, hafi ekki greitt atkvæði með tillögunni.

Þær telji ótímabært að draga ályktanir um refsiverða háttsemi og óréttmætt að bera starfsfólk borgarinnar svo þungum sökum. 13 borg­ar­full­trú­ar greiddu at­kvæði á móti, átta með og tveir sátu hjá, þær Hildur og Katrín.

Tillaga Sjálfstæðisflokks, sem lögð var fram af Erni Þórðarsyni borgarfulltrúa, var samþykkt.

Hún sneri að því að farið yrði yfir verkferla sem tryggja að stofnanir og stjórnendur borgarinnar skrái og varðveiti skjöl sín í samræmi við lög um opinbera skjalavörslu.

„Það hefði sýnt meiri pólitískan kjark að samþykkja tillöguna eins og hún lá fyrir á fundinum. Óþarfi er að draga það á langinn.

Hins vegar fagna ég því að allir borgarfulltrúar hafi tekið vel í tillöguna og að hún hljóti framgang í vinnu formanns borgarráðs Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur,“ segir Örn í tilkynningu til fjölmiðla og bætir við að hann reikni með að tillögurnar liggi fyrir á næsta fundi borgarstjórnar.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir viðbrögð meirihlutans lýsa ótta og vanmætti. Hún furðar sig á því að tillagan hafi verið felld í ljósi þess að hún telji borgarbúar eiga skilið að málið yrði rannsakað betur.

Heimild: Ruv.is