Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Akureyri – Tangabryggja lenging til suðurs 2019

Opnun útboðs: Akureyri – Tangabryggja lenging til suðurs 2019

356
0

15.1.2019

<>

Tilboð opnuð 18. desember 2018. Hafnasamlag Norðurlands óskaði eftir tilboðum í ofangreint verk.

Helstu verkþættir og magntölur eru:
•· Steypa 51 ankersplötur.
•· Niðurtekt á grindarmastri, 12 m.
•· Upptekt á grjótvörn, um 900 m3.
•· Dýpkun framan við nýja stálþilslínu niður í kóta -6,0, um 4.000 m3.
•· Niðurrif á Sverrisbryggju framan Bústólpa.
•· Niðurrif og uppsetning fjögurra stormpolla.
•· Reka niður 128 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ32 -750 og ganga frá stagbitum og stögum.
•· Rekstur á 21 tvöfaldar stálþilsplötur af gerðinni AZ20-700 sem bakþil.
•· Jarðvinna, fylla upp fyrir innan þil um 6.000 m³.
•· Steypa um 216 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

Stálþilsrekstri skal lokið fyrir 1.maí 2019 og verkinu í heild eigi síðar en 1. júlí 2019.