Home Fréttir Í fréttum Tvö gömul tré fá að standa eftir í nýjum miðbæ á Selfossi

Tvö gömul tré fá að standa eftir í nýjum miðbæ á Selfossi

323
0
Leó bendir hér á trén sem munu fá að standa áfram og vera hluti af nýjum miðbæ á Selfossi. Magnús Hlynur/Visir.is

Tvö reyniviðatré vekja athygli bæjarbúa á Selfossi þessa dagana því þau standa ein og sér þar sem nýr miðbær mun byggjast upp.

<>

Framkvæmdir við nýja miðbæinn ganga vel en búið er að grafa stóra og djúpa holu þar sem mjólkursafn og aðrar byggingar munu rísa.

Jarðvegsframkvæmdir í nýja miðbænum ganga vel en það er ansi langt á fast og því hefur risa hola myndast á svæðinu sem á eftir að fylla upp í.

Tvö tré standa þó eftir í holunni sem eiga að vera hluti af nýja miðbænum til minningar um það sem áður var. Sigtún Þróunarfélag er að byggja nýja miðbæinn.

„Þetta voru tré, annars vegar alpareynir og reyniviður sem voru í bakgarðinum á Ingólfi, frægu húsi sem stóð hér við brúarsporðinn. Líklega hefur trjánum verið plantað í kringum 1930.

Þau standa á skemmtilegum stað gagnvart verkefninu, standa á miðju torginu við mjólkurbúið. Það var upplagt að vernda þessi tré og hafa þau sem hluta af nýrri heild í miðbænum“, segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags

En stóð alltaf til að trén fengju að vera eða áttu þau að fara ?

„Verktakarnir voru ánægðir og tilbúnir að gera þetta með okkur, auðvitað verða trén fyrir á meðan á framkvæmdum stendur en þeir voru tilbúnir að hliðra til.

Það er mjög gaman að hafa þetta tækifæri því það er algengt þegar maður er í svona verkefnum að maður neyðist til þess að taka muni, hluti eða tré í þessu tilfelli, sem væri skemmtilegra ef þeir fengju að halda sér á sínum stað og það er því frábært aðgeta gert það hér“, bætir Leó við.

Leó segist heyra það víða á bæjarbúar á Selfossi séu mjög ánægðir með að trén skulu fá að halda sér.

Heimild: Visir.is