Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmd­ir á fullt á Landsímareit

Fram­kvæmd­ir á fullt á Landsímareit

398
0
Þor­vald­ur H. Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG verks, og Jó­hann­es Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns, við und­ir­rit­un samn­ings­ins. Ljós­mynd/: Aðsend/mbl.is

Lind­ar­vatn hef­ur samið við ÞG verk um bygg­ingu hót­els, veit­ingastaða og versl­ana á Landsímareitn­um. Jó­hann­es Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns, von­ast til þess að upp­steypa geti haf­ist strax í þess­um mánuði og upp­steypu ljúki í mars 2020.

<>

Stefnt er að því að verkið verði full­klárað í sept­em­ber 2020.
„Við erum ánægðir með þenn­an samn­ing og hlökk­um til að starfa með ÞG verk.

Það er öfl­ugt verk­taka­fyr­ir­tæki sem hef­ur yfir mik­illi reynslu að búa,“ seg­ir Jó­hann­es. „Þeir eru ný­bún­ir með fram­kvæmd­ir á Hafn­ar­torgi sem er steinasn­ar frá Landsímareitn­um.

Við sáum þar að vel var vandað til verka og fram­kvæmd­ir gengu hratt fyr­ir sig þannig það lá beint við að semja við þá,“ seg­ir Jó­hann­es.

Á Landsímareitn­um verður rekið hót­el und­ir merkj­um Curio by Hilt­on auk þess sem tón­list­ar­sal­ur­inn NASA verður end­ur­gerður í upp­runa­legri mynd. Þá verða veit­ingastaðir og versl­an­ir á reitn­um.

Heimild: Mbl.is