Home Fréttir Í fréttum Brú­in „langt frá því“ að vera ásætt­an­leg

Brú­in „langt frá því“ að vera ásætt­an­leg

209
0
Brú­in yfir Núpsvötn þykir vera langt frá því að vera ásætt­an­leg. Ljós­mynd: mbl.is /​Aðsend

Flest slys á ein­breiðum brúm á Íslandi hafa orðið á brúnni yfir Núpsvötn og eru þau orðin fjór­tán tals­ins frá ár­inu 2000, þar af eru tvö al­var­leg.

<>

Hvorki brú­in né vegrið henn­ar upp­fylla nýj­ustu staðla seg­ir for­stöðumaður hönn­un­ar­deild­ar hjá Vega­gerðinni í sam­tali við mbl.is.

Ungt barn og tveir full­orðnir lét­ust í bíl­slysi í morg­un þegar jeppi fór í gegn­um vegriðið á brúnni yfir Núpsvötn og lenti á áraur­un­um fyr­ir neðan hana.

Fjór­ir til viðbót­ar voru flutt­ir með þyrl­um al­var­lega slasaðir á sjúkra­hús.

„Þetta er annað al­var­lega slysið af fjórt­an frá ár­inu 2000. Það voru þrett­án slys og eitt af þeim al­var­legt.

Frá því að menn fóru að taka þetta sam­an form­lega frá ár­inu 2000 þá eru flest slys á þess­ari brú af ein­breiðum brúm,“ seg­ir Guðmund­ur Val­ur Guðmunds­son, for­stöðumaður hönn­un­ar­deild­ar Vega­gerðar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Af þess­um fjórt­an slys­um frá ár­inu 2000 hafa átta þeirra orðið frá ár­inu 2015. Guðmund­ur seg­ir að þetta hafi verið skoðað og verði gert áfram.

Stál­plöt­ur eiga að draga úr hálku

„Við höf­um haft þetta til hliðsjón­ar í for­gangi við breikk­un á ein­breiðum brúm. Það er verið að horfa á þessa brú sem aðal brúna. Ég hugsa að þetta sé eina brú­in með fleiri en tíu slys,“ seg­ir Guðmund­ur.

Or­sök slyss­ins er ókunn á þess­ari stundu og óvíst hvort hálka hafi verið á þess­um slóðum þegar slysið átti sér stað. Það hef­ur komið fram í fjöl­miðlum að brú­argólfið var þakið með stál­plöt­um sem geta verið sleip­ar þegar blautt er eða rakt er í lofti.

Guðmund­ur seg­ir það ekki al­gengt að stál­plöt­ur séu notaðar en brú­in sé timb­ur­brú og slitlag á slík­um brúm sé verndað með slík­um stál­plöt­um.

„Þegar um­ferðin er orðin svona mik­il og það er hálka líka þá hef­ur þetta [stál­plöt­ur í brú­argólfi] verið talið minnka lík­urn­ar á hálku að setja svona járn­plöt­ur eða járn­mott­ur,“ út­skýr­ir Guðmund­ur og bæt­ir því við að þær geti þó orðið erfiðar í mik­illi um­ferð.

Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar hjá Vegagerðinni.
Guðmund­ur Val­ur Guðmunds­son, for­stöðumaður hönn­un­ar­deild­ar hjá Vega­gerðinni. Ljós­mynd/​Aðsend

„En ég held það sé skárra en þegar það er bara notað timb­ur. Timbrið verður mjög hált og þegar það er blautt eru járn­plöt­ur betri. En það er ekki jafn gott og mal­bikið.“

Ásætt­an­legt fyr­ir 50 árum

Guðmund­ur seg­ir brú­ar­smíðina ekki upp­fylla nýj­ustu staðla og að hún sé ekki ásætt­an­leg miðað við um­ferðarþunga í dag.

„Þetta þótti ásætt­an­legt fyr­ir 40 til 50 árum þegar um­ferð var rosa­lega lít­il,“ seg­ir hann og spurður hvort það telj­ist ásætt­an­legt í dag seg­ir hann:

„Nei langt frá því enda erum við að reyna skipta þessu út. Um­ferðarþróun hef­ur verið svo rosa­lega hröð núna á síðustu 5 árum og við höf­um eng­an veg­inn náð að fylgja henni eft­ir.“

Vegrið upp­fyll­ir ekki nú­tíma kröf­ur

Þá upp­fylla vegriðin á brúnni ekki kröf­ur sem gerðar eru í nú­tím­an­um enda orðin hátt í 40 til 50 ára göm­ul.

„Vegriðin eru ekki miðað við nýj­ustu staðla á þess­ari brú og eldri brúm. En þau ættu al­mennt að halda fólks­bíl inni á brúnni,“ út­skýr­ir Guðmund­ur og bæt­ir við:

„Í dag eru vegrið bæði sterk­ari og hærri en flest vegrið af þess­ari týpu ættu að halda fólks­bíl­um inni á brúnni ef allt er eins og það á að vera.“

Þá seg­ir hann að það séu ekki mörg til­felli þar sem bíl­ar hafa farið í gegn­um vegrið sem slíkt. Vega­gerðinni er ekki kunn­ugt um að ástandi þess hafi verið ábóta­vant.

Heimild: Mbl.is