Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflu­stunga að 60 nýj­um íbúðum

Fyrsta skóflu­stunga að 60 nýj­um íbúðum

317
0
Magnús Björn Brynj­ólfs­son, formaður Sam­taka aldraðra og Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, tóku fyrstu skóflu­stung­una. Ljós­mynd/​Aðsend

Fyrsta skóflu­stunga var í dag tek­in að 60 íbúðum sem byggðar verða við Aust­ur­hlíð 10. Að bygg­ing­unni standa Sam­tök aldraðra. Magnús Björn Brynj­ólfs­son, formaður Sam­taka aldraðra og Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, tóku fyrstu stung­una.

<>

Að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um hefjast fram­kvæmd­ir á næst­unni og nem­ur bygg­ing­ar­magnið rúm­um 7.500 fer­metr­um. Áætluð verklok eru í apríl árið 2021 og ann­ast Al­verk ehf. bygg­ingu hús­anna og skil­ar þeim full­frá­gengn­um. Aðal­hönnuðir hús­anna eru Arkþing ehf., verk­fræðihönn­un er á veg­um Lotu ehf. og verk­fræðiráðgjöf hjá verk­fræðistof­unni EFLU.

Staðsetning íbúðanna er sögð heppileg, en þjónustumiðstöð aldraðra við Bólstaðarhlíð ...
Staðsetn­ing íbúðanna er sögð heppi­leg, en þjón­ustumiðstöð aldraðra við Bólstaðar­hlíð 45 er í næsta ná­grenni. Ljós­mynd/​Aðsend

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að mik­ill áhugi sé fyr­ir verk­efn­inu og að um 350 manns hafi mætt á kynn­ing­ar­fund um verk­efnið ný­verið. 80 manns hafi þegar skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup á íbúð þegar hús­in eru ris­in og því virðist sem um­fram­eft­ir­spurn verði eft­ir íbúðunum.

Öllum íbúðunum munu fylgja rúm­góð bíla­stæði í bíla­stæðageymslu og verða þær bún­ar lokuðum svöl­um. Staðsetn­ing­in þykir góð að því er seg­ir í til­kynn­ingu enda rísi íbúðirn­ar við hlið þjón­ustumiðstöðvar aldraðra við Bólstaðar­hlíð 45 á nýj­um þétt­ing­ar­reit í grónu hverfi í Hlíðunum.

Heimild: Mbl.is