Home Fréttir Í fréttum Helgafellsskóli tekinn í notkun í janúar

Helgafellsskóli tekinn í notkun í janúar

327
0
Mynd: Mosfellingur.is

Stefnt er að því að skólahald í nýjum Helgafellsskóla í Helgafellshverfi hefjist í janúar 2019. Bygging skólans er stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins um þessar mundir en skóflustunga var tekin í desember 2016.

<>

Í vor var ákveðið að flýta framkvæmdum en byggt er í fjórum áföngum og verður sá fyrsti tekinn í notkun í janúar.

Verktaki við húsið er Ístak hf.  og hljóðaði upp á kr.1.206.460.707.- í maí 2017

Heimild: Mosfellingur.is