Home Fréttir Í fréttum Kostnaðareft­ir­liti ábóta­vant og fjöl­mörg frá­vik

Kostnaðareft­ir­liti ábóta­vant og fjöl­mörg frá­vik

98
0
Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Skýrsla innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur um end­ur­gerð bragga og samliggj­andi húsa við Naut­hóls­veg 100 var kynnt í borg­ar­ráði í morg­un.

<>

Helstu niður­stöður skýrsl­unn­ar eru að kostnaðareft­ir­liti hafi verið ábóta­vant, hlítni við lög,  inn­kauparegl­ur, starfs­lýs­ing­ar, verk­ferla, ábyrgð og for­svar hafi ekki verið nægj­an­leg.

Skýrsl­an er niðurstaða skoðunar embætt­is­ins á fram­kvæmd­un­um.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá borg­inni að út­tekt­in á fram­kvæmd­um við Naut­hóls­veg 100 sé ít­ar­leg og taki á öll­um þátt­um verk­efn­is­ins, bæði aðdrag­anda fram­kvæmd­anna, hvernig að þeim var staðið og þeim al­var­legu frá­vik­um sem urðu.

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykja­vík­ur. mbl.is/​Valli

„Ljóst er að margt fór úr­skeiðis í mál­inu sem kall­ar á viðbrögð til að tryggja að slíkt end­ur­taki sig ekki. Þau viðbrögð þurfa að tryggja að áhætta á slíku sé í lág­marki og að ef frá­vik verði, þá ber­ist upp­lýs­ing­ar sem fyrst til borg­ar­ráðs svo hægt sé að grípa inn í í sam­ræmi við samþykkt verklag.

Á fundi borg­ar­ráðs var samþykkt að koma ábend­ing­um innri end­ur­skoðunar í skýrt ferli. Þar var borg­ar­stjóra, for­manni borg­ar­ráðs og Hildi Björns­dótt­ur borg­ar­full­trúa falið að móta til­lög­ur að viðbrögðum við ábend­ing­um í skýrslu IE og til­greint að þau viðbrögð taki til allra þátta máls­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hér fyr­ir neðan er sam­an­tekt á helstu niður­stöðum skýrsl­unn­ar.

  • Í skýrsl­unni kem­ur fram að frum­kostnaðaráætl­un fyr­ir Naut­hóls­veg 100 hafi verið gerð sum­arið 2015. Matið hafi verið byggt á laus­legri ástands­skoðun, eins og al­mennt er gerð þegar frum­kostnaðaráætlan­ir eru gerðar. Þegar út­færsla og hönn­un lá fyr­ir hefði átt að gera kostnaðaráætlan­ir I og II sam­kvæmt regl­um um mann­virkja­gerð. Það var ekki gert í þessu til­viki. Mik­ill­ar óvissu gæt­ir í end­ur­bygg­ingu gam­alla húsa og í því ljósi hefði þurft að nota meiri tíma til að und­ir­búa verkið og gera kostnaðaráætlan­ir miðað við þær. Lagt var upp með lág­stemmda hug­mynd um stúd­enta­bragga með kaffiaðstöðu sem þróaðist í full­bú­inn veit­ingastað og sér­hannaða lóð með mun meiri kostnaði en gert var ráð fyr­ir í upp­hafi.
  • Þá kem­ur fram að ekki rétt sé að bera frum­kostnaðaráætl­un upp á 158 m.kr. við raun­kostnaðinn sem var 425 m.kr. Þegar frum­kostnaðaráætl­un­in var gerð lá ekki fyr­ir sú út­færsla sem nú er á bygg­ing­un­um. Breyt­ing­ar á upp­haf­leg­um hug­mynd­um eru metn­ar á 94 m.kr. kostnaður vegna vernd­un­ar­sjón­ar­miða 71 m.kr. og síðan 21 m.kr. vegna hreins­un­ar út úr hús­un­um og um­sýslu­kostnaðar inn­an borg­ar­kerf­is­ins. Frum­kostnaðaráætl­un­in að viðbætt­um of­an­töld­um liðum ger­ir því sam­tals 344 m.kr.
  • Samn­ing­ur var gerður við Grunnstoð, dótt­ur­fé­lag Há­skól­ans í Reykja­vík, um leigu á fast­eign­un­um. Samn­ing­ur­inn er skýr og tek­ur á öll­um nauðsyn­leg­um atriðum, en í hon­um er kveðið á um af­hend­ingu hús­næðis­ins tæpu ári eft­ir und­ir­rit­un. Inn­heimta húsa­leigu hófst í júlí 2018 og er hún í sam­ræmi við samn­ing­inn eða 670.125 kr. á mánuði. Við af­greiðslu máls­ins í borg­ar­ráði var leigu­fjár­hæð samþykkt og gert ráð fyr­ir því að meðgjöf borg­ar­inn­ar með samn­ingn­um yrði 41 m.kr. á 40 ára leigu­tíma. Miðað við þær for­send­ur sem skrif­stofa eigna og at­vinnuþró­un­ar gaf sér 2015 og raun­kostnað fram­kvæmd­anna verður meðgjöf Reykja­vík­ur­borg­ar til Há­skól­ans í Reykja­vík/​Grunnstoðar 257 m.kr. en leigu­greiðslur þyrftu að vera um 1.697 þús. kr. á mánuði til að nú­v­irði verk­efn­is­ins verði já­kvætt.
  • Eng­ir skrif­leg­ir samn­ing­ar voru gerðir varðandi verk­efnið, að und­an­skild­um leigu­samn­ingi við Há­skól­ann í Reykja­vík.. Ekki var sóst eft­ir ráðgjöf inn­kaupa­deild­ar og ekki var farið að inn­kauparegl­um borg­ar­inn­ar. Lög um op­in­ber inn­kaup voru hins­veg­ar ekki brot­in. Verk­tak­ar og aðrir sem unnu verkið voru al­mennt ráðnir af því þeir voru kunn­ug­ir þeim sem stóðu að fram­kvæmd­un­um. Ekki var farið í inn­kaupa­ferli né leitað und­anþága frá inn­kauparáði varðandi það.
  • Einn af arki­tekt­um breyt­ing­anna var ráðinn sem verk­efn­is­stjóri á bygg­ing­arstað en það er ekki talið heppi­legt með til­liti til hags­muna­árekstra. Meðal hlut­verka arki­tekts­ins var að hafa eft­ir­lit með verk­tök­um og staðfesta reikn­inga þeirra en þar sem viðvera henn­ar á bygg­ing­arstað var tak­mörkuð er óvíst að eft­ir­litið hafi verið jafn­mikið og það hefði þurft að vera. Verk­efn­is­stjóri á skrif­stofa eigna og at­vinnuþró­un­ar virðist hafa haft lítið eft­ir­lit með fram­kvæmd­un­um sem hann þó bar ábyrgð á gagn­vart sín­um yf­ir­manni.
  • Farið var fram úr samþykkt­um fjár­heim­ild­um og þess var ekki gætt að sækja um viðbótar­fjármagn áður en stofnað var til kostnaðar en það er brot á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um og regl­um borg­ar­inn­ar. Heild­ar­kostnaður nú í des­em­ber er kom­inn í 425 m.kr. en út­hlutað hef­ur verið heim­ild­um að fjár­hæð 352 m.kr. Svo virðist sem hvergi hafi verið fylgst með því að verk­efnið væri inn­an fjár­heim­ilda.
  • Upp­lýs­ing­ar til borg­ar­ráðs voru ekki ásætt­an­leg­ar en dæmi eru um að vill­andi og jafn­vel rang­ar upp­lýs­ing­ar varðandi verk­efnið hafi farið til borg­ar­ráðs. Auk þess var borg­ar­ráð ekki nægi­lega upp­lýst um fram­vindu mála. Óásætt­an­legt er að upp­lýs­inga­gjöf til borg­ar­ráðs sé þannig háttað því ráðið bygg­ir ákv­arðanir sín­ar á upp­lýs­ing­um.
  • Upp­lýs­inga­streymi vegna verk­efn­is­ins var ófull­nægj­andi á all­flest­um stig­um. Verk­efn­is­stjóri skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar virðist ekki hafa upp­lýst sinn yf­ir­mann um stöðu mála. Þeim ber þó ekki sam­an um það atriði og sama máli gegn­ir um ákv­arðana­töku í tengsl­um við verk­efnið. Þá er bent á að fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar hafi ekki sinnt stjórn­enda­ábyrgð með því að fylgj­ast með verk­efn­um skrif­stof­unn­ar og upp­lýsa sína yf­ir­menn svo og borg­ar­ráð. Svo virðist vera sem verk­efnið hafi ein­hvern veg­inn „gleymst“ og „týnst“ meðal stærri og meira áber­andi verk­efna.
  • Farið var að regl­um varðandi samþykkt kostnaðar­reikn­inga hvað varðar fjölda samþykkj­enda svo og fjár­hæðarmörk vegna þriðja og fjórða samþykkj­anda. Samþykkj­end­ur virðast þó ekki hafa fylgst með því hvort út­gjöld væru inn­an fjár­heim­ilda.
  • Eft­ir­lit með verk­efn­inu var að flestu leyti ófull­nægj­andi og svo virðist sem verk­efnið hafi lifað sjálf­stæðu lífi án aðkomu annarra en þess þrönga hóps sem annaðist það. Þá var skjöl­un vegna verk­efn­is­ins ófull­nægj­andi, nán­ast eng­in skjöl um það fund­ust í skjala­vörslu­kerfi borg­ar­inn­ar og það er brot á lög­um um op­in­ber skjala­söfn svo og skjala­stefnu borg­ar­inn­ar.
  • Við fram­kvæmd­irn­ar að Naut­hóls­vegi 100 var ekki farið eft­ir regl­um og samþykkt­ar­ferli vegna mann­virkja­gerðar og ákvæðum þjón­ustu­samn­ings milli skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar og um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs þar sem seg­ir að um­hverf­is- og skipu­lags­svið skuli ann­ast verk­leg­ar fram­kvæmd­ir.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri. mbl.is/​​Hari
  • Sam­kvæmt skipu­riti er borg­ar­rit­ari næsti yf­ir­maður skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar en þó hafa mál skrif­stof­unn­ar ekki verið á hans borði held­ur farið beint til borg­ar­stjóra og því hef­ur ekki verið unnið sam­kvæmt réttri umboðskeðju. Mik­il sam­skipti hafa verið milli fyrr­um skrif­stofu­stjóra og borg­ar­stjóra allt frá stofn­un skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar, en þeim ber sam­an um að borg­ar­stjóra hafi ekki verið kunn­ugt um fram­vindu fram­kvæmda að Naut­hóls­vegi 100. Eng­ar skrif­leg­ar heim­ild­ir liggja fyr­ir um upp­lýs­inga­gjöf frá skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar til borg­ar­stjóra varðandi fram­kvæmd­irn­ar.
  • Sam­starf var haft við Borg­ar­sögu­safn og Minja­stofn­un við fram­kvæmd­irn­ar en þess­ar stofn­an­ir gerðu ekki kröfu um að hús­in yrðu varðveitt óbreytt, enda eru þau hverf­is­vernduð í deili­skipu­lagi en ekki friðuð í skiln­ingi laga. Í upp­bygg­ing­unni var haldið fast í eldra út­lit að sumu leyti, en að öðru leyti ekki, að því er virðist eft­ir hug­mynd­um arki­tekta.
  • Á ár­inu 2015 gerði Innri end­ur­skoðun út­tekt á skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar og skilaði skýrslu þar sem sett­ar voru fram ábend­ing­ar um atriði sem bet­ur mættu fara. Enn hafa ekki verið gerðar full­nægj­andi úr­bæt­ur vegna ábend­ing­anna. Innri end­ur­skoðun tel­ur að ef úr­bæt­ur hefðu verið gerðar og verklag lag­fært í sam­ræmi við ábend­ing­arn­ar hefði verk­efnið að Naut­hóls­vegi 100 ekki farið í þann far­veg sem það gerði.
  • Þá kem­ur fram að hug­mynd­in um ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðlaset­ur að Naut­hóls­vegi 100 er í sam­ræmi við at­vinnu­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar sem meðal ann­ars legg­ur áherslu á upp­bygg­ingu ný­sköp­un­ar­setra svo og gild­andi deili­skipu­lag sem ger­ir ráð fyr­ir veit­ing­a­rekstri að Naut­hóls­vegi 100. Reykja­vík­ur­borg og Há­skól­inn í Reykja­vík hafa und­an­far­in ár átt sam­vinnu um upp­bygg­ingu á svæðinu og frum­kvöðlasetrið er í sam­ræmi við það.

Heimild: Mbl.is