Home Fréttir Í fréttum Kostar 6 milljónir króna að farga gervigrasvelli

Kostar 6 milljónir króna að farga gervigrasvelli

224
0
Þegar skipt er um gervigras á völlum í Kópavogi er gamla grasið notað á sparkvöllum bæjarins og víðar. Mynd: Visir.is

Það kostar um sex milljónir króna að farga efni úr einum gervigrasvelli. Aukin áhersla er lögð á að endurnýta gervigras þegar skipt er um það á íþróttavöllum.

<>

Umhverfisfræðingur gagnrýndi á dögunum í íþróttafréttum Stöðvar 2 fjölgun gervigrasvalla á landinu. Hann sagði að plastpokanotkun Íslendinga á einu ári jafngilti förgun tveggja gervigrasvalla.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.

Einn völlur í stað tveggja

Í Kópavogi er verið að leggja gervigras á aðalvöll bæjarins. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, svarar umhverfisverndargagnrýni svo að meðal valkosta sveitarfélagsins hafi verið að gera nýjan gervigrasvöll til að nota samhliða aðalvellinum. Því hafi verið ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi með því að setja gervigras á aðalvöllinn.

Ármann segir að gamalt gervigras sé nýtt á sparkvelli bæjarins, hjá öðrum sveitarfélögum og á golfvöllum.

Endurnýjun gervigrass við Fagralund í Kópavogi kostar 60 milljónir króna. Kostnaður við förgun er um 6 milljónir króna. Tíu prósent förgunarkostnaður er hluti framkvæmdakostnaðar við útboð.

Heimild: Visir.is