Home Fréttir Í fréttum Vígðu nýtt al­hliða íþrótta­hús Eg­ils­hall­ar

Vígðu nýtt al­hliða íþrótta­hús Eg­ils­hall­ar

357
0
Björn Gísla­son formaður Fylk­is, Helgi S. Gunn­ars­son for­stjóri Reg­ins, Sunna Hrönn Sig­mars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Eg­ils­hall­ar, Guðmund­ur L. Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri Fjöln­is, Jón Karl Ólafs­son formaður Fjöln­is og Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri við opn­un­ar­at­höfn­ina í dag. Ljós­mynd mbl.is/​Mummi Lú

Nýtt al­hliða íþrótta­hús við Eg­ils­höll vígt var vígt með form­legri opn­un­ar­at­höfn í dag og ávörpuðu Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri, Helgi S. Gunn­ars­son for­stjóri Reg­ins og Jón Karl Ólafs­son formaður Fjöln­is gesti við það tæki­færi. Þá tók  Ingó veðurguð tók lagið og farið var í boðhlaup á milli iðkenda Fjöln­is.

<>

Nýja íþrótta­húsið  er um 2.750 fer­metr­ar að stærð með bún­ings- og geymsluaðstöðu, en með opn­un þess  eru val­kost­ir til íþróttaiðkun­ar í Eg­ils­höll stór­bætt­ir, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Íþrótta­húsið rúm­ar tvo hand­bolta- og körfu­bolta­velli og fá körfuknatt­leiks- og hand­bolta­deild­ir æf­inga- og keppn­isaðstöðu þar inni. Enn frem­ur fær Borg­ar­holts­skóli þar aðstöðu fyr­ir af­reksíþrótta­braut ásamt öðru íþrótt­a­starfi.

Að meðaltali heim­sækja um 3.700 manns Eg­ils­höll á hverj­um degi, en þar voru fyr­ir knatt­hús, fim­leika­hús, skauta­svell, kara­teaðstaða og fót­bolta­vell­ir ut­an­húss ásamt hinni ýmsu þjón­ustu og afþrey­ingu sem starf­rækt er í hús­inu.

Reg­inn leig­ir Reykja­vík­ur­borg tíma og aðstöðu í hinu nýja húsi fyr­ir fjöl­breytt íþrótt­astarf Fjöln­is og fleiri fé­laga.

Heimild: Mbl.is