Verkamenn hífðu hús sem staðið hefur verið Laugaveg 73 yfir á lóð Hverfisgötu 92 í hádeginu.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, var á staðnum og náði myndum af því þegar húsinu var lyft.
Laugavegur er lokaður bílum milli Barónsstíg og Vitastígs vegna flutningsins.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti árið 2016 breytingu á deiluskipulagi lóðanna sem felur í sér að lóð Laugavegar 73 er stækkuð, byggingarmagn aukið og íbúðum fjölgað, en lóð Hverfisgötu 92 er minnkuð og bílakjallari stækkaður að lóðarmörkum.
Húsið var byggt sem íbúðarhús og geymsla árið 1903 og var fyrsti eigandinn Jón Magnússon kaupmaður. Pípugerðarverksmiðja var rekin í húsinu 1917.
Heimild: Visir.is