Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Borgarbyggð skrifar undir samning um lagningu ljósleiðara

Borgarbyggð skrifar undir samning um lagningu ljósleiðara

354
0
Mynd: Borgarbyggð

Föstudaginn 16. nóvember var skrifað undir samning milli SH leiðarans ehf og Borgarbyggðar hjá Ríkiskaupum um lagningu ljósleiðara í dreifbýli Borgarbyggðar.

<>

SH leiðarinn bauð lægst í verkið en alls bárust þrjú tilboð í það.

Tilboð SH leiðarans hljóðaði upp á 774.861.244.- kr.

Verkið er stærsta einstaka verkefni um lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Íslandi. Það mun skýrast á næstu vikum hve mikla fjármuni sveitarfélagið fær til verksins úr Fjarskiptasjóði fyrir næsta ár.

Það sem tekur næst við að aflokinni undirritun samningsins er að SH leiðarinn setur upp verkáætlun fyrir verkið.

Í hönnun fyrir lagningu ljósleiðarans er Borgarbyggð er skipt upp í 18 svæði. Tillaga að lagnaleiðum hefur verið sett inn á vef Borgarbyggðar.

Íbúum bent á að koma ábendingum um lagnaleiðir á framfæri við Guðmund Daníelsson ráðgjafa svo og ef styrkhæfa tengipunkta skyldi vanta inn á kortið.

Heimild: Borgarbyggð.is