19.11.2018
Vegagerðin óskar eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar á Breiðdalsá ásamt vegtengingu hennar. Brúin er 14 m löng í einu hafi. Landstöplar brúarinnar eru steyptir, grundaðir á steyptum staurum og yfirbygging er úr stálbitum með steyptu gólfi. Nýr vegur beggja megin brúar fylgir alveg núverandi vegi og er 400 m langur.
Verkinu er skipt í tvo verkhluta og helstu magntölur eru:
Verkhluti 1 – Vegagerð
- Fyllingar úr skeringum 2.200 m3
- Fyllingar úr námum 2.300 m3
- Ræsagerð 30 m
- Styrktarlag 1.440 m3
- Burðarlag 170 m3
- Rofvarnir 500 m3
Verkhluti 2 – Brú á Breiðdalsá
- Grjótvörn 290 m3
- Gröftur 1.000 m3
- Staurar 28 stk.
- Mótafletir 528 m2
- Steypustyrktarstál 15,43 tonn
- Steypa 170 m3
- Forsteyptar plötur 13 stk.
- Uppsetning stálbita 10,6 tonn
Hjáleið og gerð aðstöðu til niðurrekstrar staura skal lokið 15.apríl 2019. Verkinu skal að fullu lokið 1.september 2019.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 20. nóvember 2018. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 4. desember 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.