Home Fréttir Í fréttum Gömlu Hring­braut lokað í janú­ar

Gömlu Hring­braut lokað í janú­ar

125
0
Meðferðar­kjarn­inn rís fyr­ir fram­an aðal­bygg­ingu spít­al­ans og mun liggja yfir gömlu Hring­braut. Mynd/​NLSH

Stefnt er að lok­un gömlu Hring­braut­ar­inn­ar 7. janú­ar 2019. Þetta kem­ur fram í nýj­um Fram­kvæmda­frétt­um Hring­braut­ar­verk­efn­is Nýs Land­spít­ala ohf. (NLSH).

<>

Eins og fram hef­ur komið í frétt­um mun lok­un­in hafa í för með sér mikl­ar breyt­ing­ar á um­ferð og sam­göng­um á Land­spít­ala­lóðinni, meðal ann­ars á leiðakerfi Strætó bs.

Lok­un gömlu Hring­braut­ar mark­ar upp­haf á jarðvinnu fyr­ir meðferðar­kjarn­ann.

Stærsta bygg­ing nýs spít­ala

Meðferðar­kjarn­inn verður stærsta bygg­ing nýs Land­spít­ala, alls um 66 þúsund fer­metr­ar.

Hann verður sunn­an við Barna­spítal­ann, fram­an við aðal­bygg­ing­una, og mun ná yfir gömlu Hring­braut­ina. Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar sjá um jarðvinnu vegna meðferðar­kjarn­ans. Fyr­ir­tækið átti lægsta til­boð í verkið, eða 2,8 millj­arða króna.

Reykja­vík­ur­borg samþykkti bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir meðferðar­kjarn­ann í síðasta mánuði.

Fram­kvæmd­ir standa nú yfir við lagna­sk­urð sunn­an Barna­spítal­ans. Fljót­lega verður byrjað á þver­un Lauf­ás­veg­ar niður við gömlu Hring­braut.

Áætlað er að sá verkþátt­ur taki um fimm vik­ur og á meðan verður Lauf­ás­veg­ur lokaður fyr­ir um­ferð, milli gömlu Hring­braut­ar og Baróns­stígs.

Gert er ráð fyr­ir að búið verði að fylla aft­ur í skurðinn frá Lauf­ás­vegi að aðaland­dyri Barna­spítal­ans um miðjan des­em­ber 2018, að því er fram kem­ur í Fram­kvæmda­frétt­um NLSH.

Mikið hef­ur þurft að sprengja vegna lagna­sk­urðar­ins. Ein­ung­is hef­ur verið leyfi­legt að sprengja þris­var sinn­um yfir dag­inn, kl. 11.00, 14.30 og 17.30.

Áætlað er að byrja á jarðvinnu fyr­ir tengigang frá aðal­inn­gangi Barna­spítala í síðustu viku nóv­em­ber 2018.

Upp­steypa, fyll­ing og mal­bik­un á því svæði mun standa fram til lok janú­ar 2019.

Á sama tíma verður unnið við stóra lagna­sk­urðinn og götu­stæði Efri götu frá tengigang­in­um til aust­urs fram­hjá kvenna­deild og svo enn lengra í aust­ur fram­hjá gamla spít­al­an­um.

Áætlað er að vinna við inn­g­arð við Barna­spítala hefj­ist um miðjan des­em­ber 2018 og að þeirri vinnu ljúki í lok janú­ar 2019.

Komið hef­ur í ljós að sú aðgerð er öllu viðameiri en upp­haf­lega var áætlað, seg­ir í Fram­kvæmda­frétt­um NLSH.

Heimild: Mbl.is