Home Fréttir Í fréttum Bæjarbúar hjálpa Hetti að byggja fimleikahús á Egilsstöðum.

Bæjarbúar hjálpa Hetti að byggja fimleikahús á Egilsstöðum.

110
0
Mynd: Ruv.is
Framkvæmdir eru að hefjast við langþráð fimleikahús á Egilsstöðum. Engin lán verða tekin til að byggja húsið og er stefnt að því að nýta sjálfboðaliða eins og mögulegt er til að draga úr kostnaði.

Í dag byrjuðu nokkrir vaskir sjálfboðaliðar að girða af vinnusvæðið.

<>

Nýja fimleikahúsið verður byggt við hlið íþróttahússins á Egilsstöðum sem er hætt að rúma starfsemi Hattar með góðu móti.

Það er talsverð vinna að tína saman girðingarefni og setja upp og fljótt að telja í krónum og aurum. „Það sem við erum að áætla í sparnað hér með því að nýta framlag þeirra sem koma og hjálpa okkur í dag eru nokkur hundruð þúsund krónur.

Við sjáum fyrir okkur að aðstoða við einfaldari verk eins og til dæmis hellulagningar og vinnu sem krefst fjölmennis.

Síðan er auðvitað fullt af verkum innanhúss þar sem við getum hjálpað til,“ segir Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar.

Fljótsdalshérað leggur rúmar 200 milljónir í framkvæmdina sem felur líka í sér nýja búningsaðstöðu fyrir sundlaugina.

Nú þegar hefur mikið verið lagt af mörkum við hönnun og undirbúning. „Sjálfboðaliðar og foreldrar og forráðamenn eru gríðarlega mikilvægur þáttur í okkar starfi og í að koma hlutunum áfram,“ segir Davíð Þór.

Fyrsta skóflustungan verður tekin á morgun og jarðvegsframkvæmdir hefjast á næstu dögum en húsið rís á næsta ári. Stefnt er að því að taka fimleikahúsið í notkun snemma árs 2020.

Heimild: Ruv.is