Home Fréttir Í fréttum Opnun útboðs: Leiga námuréttinda í Stapafellsnámu

Opnun útboðs: Leiga námuréttinda í Stapafellsnámu

539
0
Mynd: ÍAV

Ríkiskaup, fyrir hönd Ríkiseigna óskaði á dögunum eftir tilboðum í námu- og efnistökuréttindi í landi ríkisins vegna tveggja námusvæða í Stapafelli á Reykjanesi, nefnt Stapafellsnáma.

<>

Stærð landssvæðisins sem boðið var út að þessu sinni er talið vera um 110 hektarar samkvæmt útboðsgögnum.

Íslenskir Aðalverktakar buðu einir í réttindin að þessu sinni, en fyrirtækið hefur rekið umræddar námur frá árinu 1994 þegar fyrirtækið fékk landssvæðið afhent til reksturs námu án útboðs.

Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 33 milljónir króna, án virðisaukaskatts, í grunnársgjald, en ekki kom fram í fundargerðum Ríkiskaupa hvort rúmmetragjald verði greitt fyrir efni sem nýtt verður úr námunum.

Fyrirtækið greiddi áður fasta upphæð, eða 1.750.000 krónur á ári* fyrir efnistökurétt á áðurnefndum stöðum og er því um tugmilljóna króna tekjuaukningu að ræða fyrir Ríkiseignir.

*Ekki fengust upplýsingar um hvort samningur ÍAV við ríkið, sem fellur nú úr gildi, hafi tekið breytingum skv. byggingavísitölu, en sé svo er leigugjaldið uppreiknað til dagsins í dag rúmar fjórar milljónir króna á ári.

Heimild: Sudurnes.net