Home Í fréttum Niðurstöður útboða Verkís bauð lægst í gatna- og lagnahönnun í Björkurlandi á Selfossi

Verkís bauð lægst í gatna- og lagnahönnun í Björkurlandi á Selfossi

353
0
Jarðvinna í Björkurstykki. Mynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Verkís hf. bauð lægst í gatna- og lagnahönnun í Björkurlandi á Selfossi en tilboð í verkið voru opnuð í gær. Tilboð Verkís hljóðaði upp á rúmlega 67,6 milljónir króna.

<>

Orbicon Arctic As. átti næst lægsta tilboðið, rúmlega 69,1 milljón króna. Hnit ehf bauð rúmlega 79,9 milljónir króna í verkið og Mannvit hf rúmlega 88,3 milljónir.

Öll tilboðin voru yfir kostnaðaráætlun sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega 57,3 milljónir króna.

Verkið felur í sér verkhönnun á götum, gangstéttum, gatnamótum, hringtorgi, hönnun á leiksvæðum, grasmönum og göngustígum, fráveitu, vatnsveitu og blágrænum ofanvatnslausnum í þessari nýju íbúðabyggð syðst í Selfossbæ.

Heimild: Sunnlenska.is