Home Fréttir Í fréttum Akureyri leggst gegn nýju umhverfismati

Akureyri leggst gegn nýju umhverfismati

50
0
Akureyrarbær

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar gerir alvarlega athugasemd við kröfu Landverndar um nýtt umhverfismat fyrir fyrirhugaðar línulagnir Landsnets frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka, sem send hefur verið til Skipulagsstofnunar. Í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 19. maí segir að krafa Landverndar um nýtt umhverfismat er því til þess fallin að valda samfélaginu í Norðurþingi og nágrannabyggðum skaða.

<>

Bókun bæjarstjórnar er svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar gerir alvarlega athugasemd við kröfu Landverndar um nýtt umhverfismat fyrir fyrirhugaðar línulagnir Landsnets frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka, sem send hefur verið til Skipulagsstofnunar. Það er í raun alvarlegt að þessi krafa skuli fyrst koma fram núna þegar hyllir loks undir að framkvæmdir hefjist við fyrsta áfanga kísilmálmverksmiðju PCC, en það hefur verið langur aðdragandi að þeirri framkvæmd. Fyrirliggjandi umhverfismat frá árinu 2010 miðast við mun stærri framkvæmd en nú er stefnt að í fyrsta áfanga. Talið er ákjósanlegt að byggja iðnaðarsvæðið upp í áföngum. Áætlanir Norðurþings, Landsnets og Landsvirkjunar miða að áframhaldandi uppbyggingu á Bakka á komandi árum. Það er í samræmi við þá orkuþörf sem fjallað var um í gildandi umhverfismati. Öll uppbygging innviða á svæðinu tekur mið af þeim áætlunum. Hafa ber einnig í huga að uppbygging raflínunnar er mikilvægur liður í að styrkja flutningskerfi raforku á Norðausturlandi. Krafa Landverndar um nýtt umhverfismat er því til þess fallin að valda samfélaginu í Norðurþingi og nágrannabyggðum skaða.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar leggst alfarið gegn því að fyrirhuguð uppbygging háspennulínanna verði sett í nýtt umhverfismat.

Bæjarstjórn samþykkti bókunina með 10 samhljóða atkvæðum.

Heimild: Akureyrabær.