Home Fréttir Í fréttum Jarðlögin í göngunum halla niður Dýrafjarðarmegin

Jarðlögin í göngunum halla niður Dýrafjarðarmegin

209
0
Göngin sprautusteypt Arnarfjarðarmegin. Mynd: BB.is

Í viku 44 voru grafnir 76,5 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn. Lengd ganganna í Dýrafirði í lok vikunnar var 179,1 m sem er 10,9% af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 72,4% af göngunum.

<>

Grafið var í gegnum basalt og kargaskotið basalt í vikunni og gekk gangagröftur almennt vel. Þar sem jarðlögin í göngunum Dýrafjarðarmegin halla niður, eftir því sem innar er farið, hafa verið boraðar könnunarholur til að hægt sé að átta sig á jarðfræðiaðstæðum framundan.

Í vikunni var blásari settur upp við munna ganganna sem tafði vinnu við gangagröft um 12 klst. Sem fyrr var efnið úr göngunum notað til að stækka plan við steypustöðina en einnig til að laga veg í göngunum og út eftir forskeringunni.

Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var haldið áfram með styrkingar í hægri vegg ganganna. Í lok vikunnar var búið að setja bergbolta á rúmlega 2.000 m kafla og sprautusteypa tæplega 1.500 m langann kafla í heildina.

Engin vegavinna var í gangi í Arnarfirði en byrjað var að raða grjótvörn umhverfis sökkla Hófsárbrúar og haldið áfram með mölun á efni við Hófsá. Nyrðri stöpull brúarinnar yfir Mjólká var steyptur á miðvikudeginum.

Í Dýrafirði var unnið við slóðagerð að námum ásamt skeringarvinnu og slóðagerð nálægt tengingu vegarins við núverandi veg.

Heimild: BB.is