Home Fréttir Í fréttum Nýr hafnargarður við gömlu höfnina í Reykjavík fullbúinn

Nýr hafnargarður við gömlu höfnina í Reykjavík fullbúinn

182
0
Mynd: Ístak.is

Vinna við 2. áfanga Norðurgarðs við gömlu höfnina í Reykjavík er nú lokið. Verkið var unnið fyrir Faxaflóahafnir og HB-Granda og fólst í því að byggja nýjan hafnarbakka fyrir framan frystihús HB-Granda.

<>

Lengd nýja hafnarbakkans er 120 metrar. Verkefni Ístaks voru að rífa gamla trébryggju sem var fyrir, reka niður stálþil fyrir nýjan hafnarbakka, steypa kant á stálþilið ásamt frágangi á pollum, kantré og stigum.

Í verkinu fólst einnig vinna við að steypa þekju með snjóbræðslukerfi á milli frystihúss og hafnarbakka. Framkvæmdir hófust í júní 2017 og lauk í september 2018.

Við stálþilsreksturinn var Ístak í samstarfi við móðurfélag sitt Per Aarsleff í Danmörku sem lagði til menn og búnað, en sá hópur hafði nýlokið niðurrekstri á stálþili í verkefni Ístaks á Kleppsbakka þar sem verkkaupi er einnig Faxaflóahafnir.

Niðurreksturinn gekk mjög vel og hafði eftirlitsmaður Faxaflóahafna orð á því að hann hafi aldrei séð jafn flott og beint niðurrekið stálþil.

Heimild: Ístak.is