Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Öllum tilboðum hafnað vegna framkvæmda við söluhús og umhverfi við Ægisgarð

Öllum tilboðum hafnað vegna framkvæmda við söluhús og umhverfi við Ægisgarð

359
0
Þjónustuhús við Ægisgarð

Í septembermánuði voru framkvæmdir við söluhús og umhverfi við Ægisgarð boðnar út. Alls bárust fjögur tilboð í verkefnið. Verktíminn var ákveðinn frá 1. desember til 1. maí á næsta ári.

<>

Eftir yfirferð tilboða hefur verið ákveðið að hafna öllum tilboðum sem bárust í verkið. Þar sem framkvæmdirnar hafa mikil áhrif á starfsemi ferðaþjónustuaðila á svæðinu þá verður m.a. að taka tillit til þess áður en farið er af stað í verkið.

Því er nauðsynlegt að endurskoða framkvæmd verkefnisins með það að markmiði að það fari af stað strax eftir næsta sumar. Í millitíðinni verður rætt frekar við þá aðila sem eru með hafsækna ferðaþjónustu um hvernig best verður staðið að tímasetningum og framkvæmdum.

Verkefnið felst í jarðvinnu, lagnavinnu, gerð sökkla og húsa ásamt frágangi umhverfis í samræmi við tillögur Yrkis arkitekta, en auk þeirra hafa Hnit og Verkís komið að hönnun verkefnisins.