Home Fréttir Í fréttum Byggingastarfsemi hefur aukist um 50 prósent

Byggingastarfsemi hefur aukist um 50 prósent

128
0
Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Tekjur fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð jukust um nær fimmtung milli áranna 2016 og 2017.
Þær fóru úr 299 milljörðum í 356 milljarða og hækkuðu því um nítján prósent, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vöxturinn var líka mikill árið 2016.
Aukningin í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð var rúmlega 50 prósent frá árinu 2015 til 2017.

Samkvæmt greiningu Hagstofunnar báru byggingastarfsemi og ferðaþjónusta uppi vöxt í viðskipahagkerfinu á síðasta ári.

<>

Til viðskiptahagkerfisins telst allur fyrirtækjarekstur á Íslandi ef undan er skilin lyfjaframleiðsla, fjármála- og vátryggingastarfsemi og starfsemi hins opinbera.

Heimild: Ruv.is