Home Fréttir Í fréttum Fjórtán sóttu um starf byggingafulltrúa Reykjavíkur

Fjórtán sóttu um starf byggingafulltrúa Reykjavíkur

230
0

Þann 18. apríl auglýsti umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur starf byggingarfulltrúa laust til umsóknar. Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á að eftirlit og eftirfylgni með lögum um mannvirki nr. 160/2010, reglugerðum og öðrum lögum um byggingarmál sé framfylgt hjá Reykjavíkurborg. Hlutverk hans er m.a. að veita embættinu faglega forystu og móta framtíðarstefnu innan ramma laga og reglugerða.

<>

Alls sóttu 19 manns um starfið en 5 drógu umsókn sína til baka. Ráðningaviðtöl eru að hefjast. Þau sem sóttu um voru:

1. Ármann Jóhannesson byggingarverkfræðingur
2. Árni Jón Sigfússon arkitekt
3. Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir byggingarverkfræðingur
4. Friðrik Friðriksson arkitekt
5. Friðrik Ólafsson byggingarverkfræðingur
6. Gísli Davíð Sævarsson umsjónarmaður fasteigna
7. Kristján Rafn Harðarson byggingatæknifræðingur og mannvirkjahönnuður
8. Nikulás Úlfar Másson skrifstofustjóri
9. Óskar Örn Jónsson byggingar- og rekstrarverkfræðingur
10. Páll R Valdimarsson byggingarfræðingur
11. Pétur Bolli Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi Ak.
12. Róbert A. Róbertsson byggingarfræðingur M.Sc.
13. Rúnar Ingi Guðjónsson byggingarfræðingur BFÍ
14. Sigurður Jónsson byggingarfræðingur M.Sc

Heimild: Reykjavíkurborg