Home Fréttir Í fréttum Braggamálið: „Mis­tök sem ég tek á mig“

Braggamálið: „Mis­tök sem ég tek á mig“

303
0
Hrólf­ur Jóns­son gegndi starfi skrif­stofu­stjóru skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar hjá Reykaj­vík­ur­borg þar til í apríl. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hrólf­ur Jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar, seg­ir það á sinni ábyrgð að hafa ekki stigið inn þegar hluta af framúr­keyrslu, 120 millj­ón­um króna, var eytt í fram­kvæmd­ir við bragg­ann í Naut­hóls­vík án þess að heim­ild var fyr­ir því.

<>

Þetta kom meðal ann­ars fram í máli Hrólfs í Morg­unút­varp­inu á Rás 2 í morg­un. Hrólf­ur starfaði hjá borg­inni þar til í apríl á þessu ári. „Í þess­ari áætl­un lá fyr­ir að það yrði óvissa eins og alltaf er þegar verið er að gera upp göm­ul hús. Þegar þessi áætl­un er gerð ligg­ur ekki fyr­ir hvernig eigi að nota húsið,“ sagði Hrólf­ur.

„Að hluta til er búið að fá þessa framúr­keyrslu samþykkta,“ sagði Hrólf­ur og nefndi í því sam­hengi að í verk­stöðuskýrslu um ára­mót­in 2017 til 2018 sést að 250 millj­ón­um hafi verið eytt í verk­efnið, sem var út­hlutað 158 millj­ón­um. „Það er al­veg klárt mál að þarna var eytt 120 millj­ón­um án þess að það voru heim­ild­ir til þess. Það eru auðvitað bara mis­tök sem ég tek á mig,“ sagði hann.

Fram­kvæmd­irn­ar við braggann hafa kostað 415 millj­ón­ir en verk­efn­inu var ...
Fram­kvæmd­irn­ar við bragg­ann hafa kostað 415 millj­ón­ir en verk­efn­inu var út­hlutað 158 millj­ón­ir. mbl.is/​Hari

Kjörn­ir full­trú­ar vissu ekki af stöðunni fyrr en í ág­úst

Hrólf­ur sat í fjár­mála­hóp Reykja­vík­ur­borg­ar, ásamt fjár­mála­stjóra borg­ar­inn­ar og fleir­um. „Þessi fram­kvæmd fór ekki þar inn, það voru mis­tök. Það var eng­inn ásetn­ing­ur í því og þessi út­tekt innri end­ur­skoðunar mun leiða það í ljós,“ sagði Hrólf­ur.

Þá sagði hann einnig að kjörn­ir full­trú­ar hafi ekki vitað um rétta stöðu mála fyrr en í ág­úst þegar fjár­mála­hóp­ur lagði hana fram fyr­ir borg­ar­stjórn þegar heild­ar­end­ur­skoðun hafi verið gerð á fjár­fest­inga­áætl­un­inni.

„Þetta ger­ist ekki í einni ákvörðun. Þegar þú horf­ir á svona mál eft­ir á þá hef­urðu all­ar upp­lýs­ing­ar. Þarna eru mörg atriði sem hafa áhrif á það að þetta fer framúr,“ sagði Hrólf­ur. „Það liggja fyr­ir all­ar fund­ar­gerðir frá verk­fund­um, það liggja fyr­ir all­ir reikn­ing­ar, þannig að það verður hægt að rekja þetta mál al­gjör­lega,“ sagði Hrólf­ur, sem ít­rekaði einnig að það séu góðar og gild­ar ástæður fyr­ir því hvers vegna kostnaður­inn varð svona mik­ill og að óháð skoðun innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar muni leiða það í ljós.

Heimild: Mbl.is