Home Fréttir Í fréttum Vill sveitarfélögin í átak gegn vinnumansali

Vill sveitarfélögin í átak gegn vinnumansali

51
0
Mynd: RÚV - Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV

Bæjarstjórn Seltjarnarness vill að stjórn Sambands sveitarfélaga fari í sameiginlegt átak gegn slæmri meðferð á erlendum starfsmönnum og auki eftirlit með framkvæmdum á vegum sveitarfélaganna.

<>

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar flutti á fjármálaráðstefnu Sambands sveitarfélaga í dag samþykkt bæjarstjórnar frá því í gær.

Sum sveitarfélög hafa þegar tekið á þessum málum en tillaga Seltirninga féll í góðan jarðveg á ráðstefnunni í dag.

„Sveitarfélögin eru náttúrulega með margar framkvæmdir í gangi þar sem erlent verkafólk starfar.

Og ég tel að bæði með eftirliti byggingar- og skipulagsfulltrúa og eins að sveitarstjórnarmenn og framkvæmdastjórar sveitarfélaga beini því til okkar starfsmanna að fara vel yfir það hvort að það sé ekki örugglega farið eftir öllum lögum og reglum varðandi það vinnuafl sem er að starfa hjá sveitarfélögunum.“

Miðað við undirtektirnar hér er þetta eitthvað sem að, ja, sveitarfélögin hafa kannski ekki haft efst á sínum borðum?

„Nei, það er alveg rétt. Ég hugsa bara að við höfum haldið að þetta væri í lagi en eftir þennan þátt hjá Kveik að þá kom það berlega í ljós að svo er ekki. Og nú verðum við bara að taka höndum saman og koma þessu í lag,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir.

Heimild: Ruv.is