Home Fréttir Í fréttum Niðurrif hafið á 60 ára gamallar byggingar við Kársnesskóla

Niðurrif hafið á 60 ára gamallar byggingar við Kársnesskóla

352
0
Mynd: Fréttablaðið/Ernir

Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan,“ segir Björg Baldursdóttir, skólameistari í Kársnesskóla.

<>

Fyrir helgi hófst undirbúningur fyrir niðurrif rúmlega 60 ára gamallar byggingar við Kársnesskóla.

Alllengi hefur legið fyrir að byggingin uppfyllir ekki staðla fyrir skólahald, jafnframt hefur raki og mygla leikið bygginguna grátt.

Björg Baldursdóttir skólameistari segir spennandi tíma fram undan.

Vinnuvélar voru mættar á staðinn við Kársnesskóla fyrir helgi en framkvæmdir fara á fullt í vikunni. Mynd: Fréttablaðið/Ernir

„Það hefði þurfti ýmislegt til að viðhalda byggingunni svo að hún yrði hæf til kennslu,“ segir Björg. „Við ákváðum að loka byggingunni og færðum kennslu árið 2016, síðan þá hefur þessi bygging staðið og auð. Nú er niðurrifið loks að hefjast.“

Í hönd fer hönnun nýrrar skólabyggingar og fleiri verkefni tengd byggingu hennar. Opna á tilboð í hönnun nýs húss síðar í mánuðinum. Ný skólabygging rís á lóð Kársnesskóla við Skólagerði og þar verður samrekinn leik- og grunnskóli. Þannig verður byggingin ætluð allra yngstu nemendum skólakerfisins.

Björg segir um afar spennandi verkefni að ræða. „Hugmyndin er að vera með eins árs gömul börn og upp í níu ára gömul börn í þessari byggingu. Sem sagt börn allt upp í 4. bekk.“

Í skólanum á einnig að vera aðstaða fyrir tómstundastarf og tónlistarnám.

„Við bindum vonir við að það muni taka 3 til 4 ár að koma upp nýrri skólabyggingu. Þetta tekur sinn tíma, hönnun þarf að fara í gang og allt sem fylgir því. En það fer ágætlega um okkur þar sem við erum núna í millitíðinni.“

Heimild: Visir.is