Home Fréttir Í fréttum Undirbúningur er hafinn vegna framkvæmda við breikkun Bessastaðavegar

Undirbúningur er hafinn vegna framkvæmda við breikkun Bessastaðavegar

142
0
Fornleifafræðingar fara yfir framkvæmdasvæðið. Mynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Undirbúningur er hafinn vegna framkvæmda við breikkun Bessastaðavegar en einnig verður bílastæði við kirkjuna stækkað og lagðir göngustígar.

Fornleifafræðingar vinna nú að því að kortleggja framkvæmdasvæðið.

„Þetta er nú á byrjunarreit hjá okkur en sjálfur uppgröfturinn hefst á mánudaginn. Þetta er sögufrægt svæði og þarna er meðal annars bæjarhóll Lambhúsa sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur sem stjórnar verkinu.

Hún segir að við veginn séu minjar á um hundrað metra kafla frá öllum tímum.

„Við erum komin niður á minjar sem liggja undir gjóskulagi frá 1226. Byggð þarna teygir sig alveg aftur til landnáms.“

Heimild: Visir.is