Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Landeyjahöfn, endurbætur 2018

Opnun útboðs: Landeyjahöfn, endurbætur 2018

413
0

Tilboð opnuð 10. júlí 2018. Endurbætur á Landeyjahöfn. Um er að ræða byggingu á tunnum á enda brimvarnargarða, grjótvörn á garðsendum, byggingu vegar út vesturgarð og stækkun innri hafnar.

<>

Helstu magntölur:

·        Flokkað grjót og sprengdur kjarni úr námu, um 55.000 m3

·         Flokkað grjót og sprengdur kjarni upptekt og endurröðun, um 17.000 m3

·         Dýpkun laust efni í -2,0 m, um 63.000 m3

·         Rekstur staura 166 stk.

·         Gjarðir á tunnur 11 stk.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. september 2019.

 

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Munck Íslandi, Kópavogi 893.013.773 135,4 149.443
Ístak hf., Mosfellsbæ 743.571.116 112,7 0
Áætlaður verktakakostnaður 659.737.900 100,0 -83.833