Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samið við fyrirtækið Spennt ehf. um byggingu fimleikahúss á Akranesi

Samið við fyrirtækið Spennt ehf. um byggingu fimleikahúss á Akranesi

293
0
Við undirritun samnings. Mynd: Akranes.is

Mánudaginn 13. ágúst síðastliðinn var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og fyrirtækisins Spennt ehf. um byggingu fimleikahúss á Akranesi. Framkvæmir hefjast nú í ágúst og er áætluð verklok í desember 2019.

<>

Alls bárust fimm tilboð í verkið sem var opnað þann 31. maí síðastliðinn og var Spennt ehf. lægstbjóðandi með samtals 607 mkr.

Nýtt fimleikahús verður byggt við hlið íþróttahússins á Vesturgötu. Um er að ræða nýbyggingu á fimleikasal sem verður 1640 m² að stærð. Í salnum verður steypt áhorfendastúka en rými undir henni verður síðan nýtt undir sturtur fyrir núverandi búningsklefa sem fyrir eru í þróttahúsinu.

Búningsklefar í eldri byggingu íþróttahússins verða endurnýjaðir sem og einnig anddyri og kennslurými þar sem frístund Brekkubæjarskóla hefur verið starfandi. Verkið felst í jarðvinnu, uppsteypu, stálvirki í þaki, þakeiningum, lögnum, loftræstingu, raflögnum, frágangi að innan og að utan og lóðargerð umhverfis húsið.

„Fimleikafélag Akraness telur á fjórða hundruð iðkenda og er ört stækkandi félag. Að vera komin á þetta stig að framkvæmdir eru að hefjast eru afar gleðileg tíðindi fyrir bæjarfélagið og erum við í skýjunum að þetta sé loksins að gerast eftir mikinn undirbúning og vinnu starfsfólks bæjarins og fimleiksfélagsins.”  segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.

Heimild: Akranes.is