Home Fréttir Í fréttum 13.09.2018 Tengivirki Laxárvatni og Hnjúkum – Jarðvinna og undirstöður

13.09.2018 Tengivirki Laxárvatni og Hnjúkum – Jarðvinna og undirstöður

370
0
Laxárvatn Mynd: Nat.is

Landsnet óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á undirstöðum vegna stækkunar á tengivirkinu við Laxárvatn og nýju tengivirki við Hnjúka í Blönduósbæ í samræmi við
útboðsgögn LAV-01. Verkið felur í sér jarðvinnu, smíði og uppsetningu á forsteyptum undirstöðum, staðsteypu á spennaþró, lagningu jarðskauta og lagnaleiða.

<>

Helstu verkliðir eru:

Jarðvinna                                1250 m3
Forsteyptar undirstöður       16 stk
Spennaþró                               55 m3
Jarðskaut                                 300 m
Lagnaleiðir                              75 m

Verkinu skal að fullu lokið 20. desember 2018. Verkinu er nánar lýst í útboðsgögnum LAV-01 sem verða aðgengileg í útboðskerfi Landsnets frá og með 18.08.2018.

Um er að ræða rafrænt útboðsferli sem framkvæmt er í útboðskerfi Landsnets.  Ef ýtt er á “Skoða nánar” hér að neðan, vísar það beint inn á útboðskerfið. Áhugasamir þátttakendur þurfa að skrá sig inn í kerfið og sækja útboðsgögn. Tilboðum og meðfylgjandi gögnum skal skila rafrænt í gegnum kerfið. Eftir að þátttakandi hefur skráð sig inn í kerfið skal notast við kóðann 527WU895XE til að fá aðgang að þessu útboði. Athugið að öll samskipti þ.m.t. fyrirspurnir, viðaukar og svör eru afgreidd í gegnum kerfið. Athugið að kerfið er á ensku. 

Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfi Landsnets fyrir kl. 14:00, 13.09.2018. Tilboð verða opnuð kl. 14:00 GMT, 13.09.2018 að Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.