Home Fréttir Í fréttum Eitt af hverjum fjórum nýjum störfum í byggingariðnaði

Eitt af hverjum fjórum nýjum störfum í byggingariðnaði

117
0
Mynd: Vísir/Vilhelm

Launþegum í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð voru 14.100 í júní síðastliðnum og fjölgaði um 900 milli ára samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Um er að ræða 26% af heildarfjölgun launþega í hagkerfinu öllu á tímabilinu. Undirstrikar þetta mikið vægi þessarar greinar iðnaðar í hagvextinum á tímabilinu.

<>

Heildarfjöldi launþega var 198.900 í hagkerfinu í júlí og var hlutdeild byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar um 7% af því. Hefur hlutdeild greinarinnar farið vaxandi í þessari efnahagsuppsveiflu. Ástæða aukningarinnar má rekja til vaxandi fjárfestinga á tímabilinu en fjárfestingarstigið í hagkerfinu var í sögulegu lágmarki við upphaf uppsveiflunnar.

Hér er hægt að lesa nánar um vægi iðnaðar á vinnumarkaði.

“Úrdráttur úr skýrslu”

Byggingariðnaður í mikilli uppsveiflu

Heildarfjöldi launþega í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð var 12.600 á síðasta ári samanborið við 7.200 árið 2012 þegar uppsveiflan í þeirri grein hófst og fjárfesting í hagkerfinu fór að vaxa að nýju. Fjölgunin er 5.400 eða um 18% af heildarfjölgun launþega í hagkerfinu á þeim tíma. Hefur fjölgunin haldið áfram á þessu ári en að meðaltali hafa tæplega 13.000 starfað í greininni á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs sem er um 14% aukning frá því á sama tíma í fyrra. Vöxturinn í þessari grein vegur 22% af heildarfjölgun launþega í öllum atvinnugreinum hagkerfisins á þessum tíma.

Umfang greinarinnar hefur aukist í uppsveiflunni og undirstrikar það stóran þátt greinarinnar í hagvextinum um þessar mundir. Mikið hefur hvílt á byggingariðnaði í uppbyggingu innviða hagkerfisins m.a. fyrir ferðamenn en tekjur af þeim hefur verið grundvöllur þess mikla vaxtar í þjónustuútflutningi sem einkennt hefur þessa efnahagsuppsveiflu.

Hafa fyrirtæki í greininni, svo dæmi sé tekið, staðið í ströngu undanfarið við uppbyggingu gistirýmis fyrir ferðamenn.

Þá hefur talsverð aukning verið í byggingu íbúðarhúsnæðis undanfarið eftir ládeiðu í þeim efnum langt frameftir núverandi efnahagsuppsveiflu.

Hefur greinin auk þess verið í stórum verkefnum á sviði fjárfestinga atvinnuveganna á þessum tíma.

Fjoldi-launthega-i-byggingarstarfsemi-og-mannvirkjagerd

Heimild: SI.is