Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir í Hlíðarfjalli stöðvaðar

Framkvæmdir í Hlíðarfjalli stöðvaðar

320
0
Mynd: RÚV - Gunnlaugur Starri Gylfason
Framkvæmdir við uppsetningu á nýrri stólalyftu í Hlíðarfjalli liggja niðri sem stendur. Ástæðan er ágreiningur milli Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, og verktakans G. Hjálmarssonar.

Geir Gíslason, formaður Vina Hlíðarfjalls, segir að samkomulag hafi verið gert við verktakann um hvernig staðið skyldi að framkvæmdum í fjallinu. „En nú er uppi ákveðinn meiningarmunur um hvernig vinna skuli samkvæmt samkomulaginu og er verkið að mati verkkaupa komið talsvert framúr því sem um var samið,“ segir hann.

<>

Því hafi verið ákveðið að stöðva framkvæmdirnar og nú séu menn að reyna að ná samkomulagi um framhaldið. „Ég veit ekki á þessarri stundu hvenær við komumst af stað aftur,“ segir Geir. „Það veltur auðvitað á því hvernig gengur að semja við verktakann.“

Hann segist ekki geta svarað því, á þessarri stundu, hvort þetta gæti orðið til þess að uppsetningu lyftunnar seinki frá því sem áður var áætlað. „Við stefnum auðvitað enn að því að lyftan fari í gang næsta vetur. Það hefur ekkert breyst.“

Heimild: Ruv.is